Skip to product information
1 of 1

FISKUR

Reykt ýsa 5 kg

Reykt ýsa 5 kg

Regular price 18.900 ISK
Regular price Sale price 18.900 ISK
Sale Sold out
Taxes included.

Nostalgía með bræddu smjöri, kartöflum og rúgbrauði eða Cullen skink súpa frá Skotlandi. Bæði er betra.

 

Gömul og góð nostalgía, reykt ýsa, brætt smjör, kartöflur og rúgbrauð. Þessi ýsa er léttsöltuð og reykt á roðinu áður en hún er skorin í bita.

 

Fyrir þá sem vilja fara skrefinu lengra með reykta ýsu þá er vinsæl skosk uppskrift sem heitir Cullen skink en þá er roðlaus ýsan soðin upp úr mjólk og svo er ýsan tekin upp úr mjólkinni eftir suðu. Þá er kartöflumús þeytt saman við mjólkina þar til rétt þykkt er komin á súpuna. Svo er ýsunni bætt aftur við í pottinn ásamt pipar og öðru kryddi sem þú vilt hafa í súpunni þinni.

 

Geymsluaðferð

Kælivörur geymist í lokuðum umbúðum á hreinum og þurrum stað í 10 daga við 0-4°C og 2-3 daga eftir opnun.

Frystivörur geymast í 12 mánuði við -18° í lokuðum umbúðum. Ekki er ráðlagt að geyma vöruna í opnum umbúðum í frosti.

 

Innihald og næring

Næringargildi í 100 g:
Orka:                           
357 kJ / 85 kkal
Fita:                                      
1,6 g
Þar af mettuð:                    
0,3 g
Kolvetni:                            
   0 g
Þar af sykurtegundir:         
 0 g
Trefjar:                                    
0 g
Prótein:                             
17,5 g
Salt:                                     
1,7 g

 

Ofnæmisvaldar skv. reglugerð EU nr. 1169/2011:

Ýsa

 

Innihald

Ýsa (98,3%) (fiskur), salt

 

View full details