FISKUR
Grafinn lax heil flök 1 kg.
Grafinn lax heil flök 1 kg.
Couldn't load pickup availability
Laxinn er kistugrafinn eftir gömlum íslenskum hefðum sem gerir hann fituminni, gefum honum gott bragð og þétta áferð. Gæða handverk tryggir bestu bragðgæði.
Grafinn lax hefur lengi verið vinsæll um allan Skandinavíu. Fá jólaboð eru án þess að þar sé að finna grafinn lax. Á síðari tímum hefur grafinn lax orðið vinsæll allt árið sem álegg með góðu brauði.
Laxinn er kistugrafinn sem gefur honum sérstakt bragð og þétta áferð. Með því að raða flökum ofan á hvert annað í stórar kistur kemur þrýstingur á flökin og þá lekur af þeim fita. Þar með verður laxinn þéttari í sér og gefur þar að auki betra og jafnara bragð.
Allt ferlið frá flökun, söltun og sneiðingu er unnið í höndum til að tryggja gæðin alla leið. Sannkallað handverk. Engin aukaefni annað en salt, sykur og náttúruleg krydd eru notuð við framleiðsluna.
Geymsluaðferð
Kælivörur geymist í lokuðum umbúðum á hreinum og þurrum stað í 21 daga við 0-4°C og 2-3 daga eftir opnun.
Frystivörur geymast í 12 mánuði við -18° í lokuðum umbúðum. Ekki er ráðlagt að geyma vöruna í opnum umbúðum í frosti.
Innihald og næring
Næringargildi í 100 g:
Orka: 1080 kJ / 258 kkal
Fita: 8,8 g
Þar af mettuð: 3,9 g
Kolvetni: 0 g
Þar af sykurtegundir: 0 g
Trefjar: 0 g
Prótein: 22,6 g
Salt: 1,7 g
Ofnæmisvaldar skv. reglugerð EU nr.1169/2011:
Lax, sinnepsfræ
Innihald
Íslenskur eldislax, kryddblanda (salt, krydd og kryddjurtir (dill, hvítur pipar, fennel, sinnepsfræ, timían), sykur).
Gott er að láta laxinn standa við stofuhita áður en hann er borginn fram.
Share
