Fiskur
Hangireyktur lax í sneiðum 1 kg
Hangireyktur lax í sneiðum 1 kg
Couldn't load pickup availability
Laxinn er hangireyktur eftir gömlum íslenskum hefðum sem gerir hann fituminni, gefur honum gott bragð og þétta áferð. Gæða handverk tryggir bestu bragðgæði.
Hangireykti laxinn er einstök vara sem hefur verið framleiddur á Íslandi síðan reykofninn okkar kom frá Kaupmannahöfn árið 1966. Handverkið hefur verið varðveitt á milli kynslóða sem skilar sér í vöru sem er engu lík. Allt ferlið frá flökun, söltun og sneiðingu er unnið í höndum til að tryggja gæðin. Sannkallað handverk.
Laxinn er þurrsaltaður og svo hengdur upp á spotta. Saltið losar vatn úr vörunni og fita lekur af flakinu meðan það hangir á spottanum. Þessi aðferð tryggir einstakt bragð og þétta áferð. Við framleisðlu eru ekki notuð aukaefni eða sykurpækli til að þyngja vöruna. Einfaldlega bara lax, salt og reykur af birkispæni
Allt ferlið frá flökun, söltun og sneiðingu er unnið í höndum til að tryggja gæðin alla leið. Sannkallað handverk.
Geymsluaðferð
Kælivörur geymist í lokuðum umbúðum á hreinum og þurrum stað í 21 daga við 0-4°C og 2-3 daga eftir opnun.
Frystivörur geymast í 12 mánuði við -18° í lokuðum umbúðum. Ekki er æskilegt að geyma vöruna í opnum umbúðum í frosti.
Innihald og næring
Næringargildi í 100 g:
Orka: 675 kJ / 161 kkal
Fita: 8,2 g
Þar af mettuð: 1,5 g
Kolvetni: 0 g
Þar af sykurtegundir: 0 g
Trefjar: 0 g
Prótein: 23 g
Salt: 2,1 g
Ofnæmisvaldar skv. reglugerð EU nr.1169/2011:
Lax
Innihald
Íslenskur eldislax 98%, salt 2%
Gott er að láta laxinn standa við stofuhita áður en hann er borinn fram.
Share
